AÐ ÞROSKAST, VERA UNGUR, VILLTUR OG ÁSTFANGINN

0

Ljósmynd: Ramón Bolivar.

Hljómsveitin Melophobia var stofnuð í Stykkishólmi haustið 2012 en Þá kynntust Hlöðver Smári (söngvari) hinum drengjunum þeim Jóni Glúmi, Hinrik og Friðrik.

„Þeir buðu mér að koma að spila með sér því þeim vantaði söngvara og ég var nýfluttur til Ólafsvíkur sem er rétt hjá. Ég kom á fyrstu æfingu og þá byrjuðum við að vinna í frumsömdu efni.“

Á þessum tíma hét Sveitin Operation Anti Stupid en þá voru miklu fleiri meðlimir í sveitinni en þeim hefur fækkað og nafnið breyst í OAS, BadNews og loks í Melophobia sem er gríska og þýðir Tónlistarhræðsla.

Ljósmynd: Ramón Bolivar.

Sveitin var að senda rá sér plötuna Midnight Vibes og inniheldur hún ellefu pop og rokk lög. Platan fjallar um hvernig það er að þroskast, að vera ungur, viltur og ástfanginn… og margt fleira! Útgáfutónleikarnir sveitarinnar voru haldnir á Spot síðastliðinn Sunnudag og heppnuðust þeir með eindæmum vel!

Trommari sveitarinnar Hinrik Þór flutti til þýskalands og leitar því sveitin að nýjum trommara. Þangað til er Oddur F. Sigurbjörnsson pabbi Hlöðvers að berja á húðir!

Skrifaðu ummæli