„AÐ MISSA SIG Í JÓLASKAPI OG HEYRA BJÖLLUHLJÓMA”

0

Systkinin Sjana Rut og NumerusX gerðu sér lítið fyrir og skelltu í eitt stykki jólalag sem ber heitið „Bjölluhljómar.“ Að sögn Sjönu er þetta nett jólaflipp en í stuttu máli fjallar lagið um að hafa gaman á jólunum og missa sig í jólskapi! Vera svo yfir sig hamingjusamur að maður heyrir bjölluhljóma.

Bjölluhljómar er annað jólalagið sem systkinin senda frá sér en fyrsta jólalagið þeirra „Jólin byrja með þér“ kom út í fyrra. Því lagi má lýsa sem kósý jólalagi sem fjallar um að njóta jólanna með þeim sem standa manni næst.

„Tvö ár í röð höfum við sent inn jólalag í Jólalagakeppni Rásar 2 en ekki komist áfram með lögin en það kemur alls ekki veg fyrir jólahressleikan hjá okkur. Enda heyrist í lok lags að við misstum okkur í fíflalátum og fjöri á meðan upptökum stóð.“ – Sjana Rut

Sjana Rut sá um textagerð og söng en NumerusX samdi lagið og útestti.

Hér fyrir neðan má hlýða á lagið „Jólin byrja með þér.“

Skrifaðu ummæli