„AÐ MEÐALTALI HAFA 35 MANNS SVIPT SIG LÍFI Á HVERJU ÁRI Á ÍSLANDI“

0

Fyrir 6 mánuðum kom upp sú hugmynd að gera myndband sem að yrði tileinkað þeim sem hafa tapað baráttunni við þunglyndi. Gaui H og Lilja unnusta hans vorum á flakki um norðurlandið og á kvöldin sátu þau saman og sömdu handrit.

„Þegar að við komum heim þá hafði ég samband við fólk sem ég hafði unnið með áður og kannaði hvort þau hefðu áhuga á að vera með. Það sögðu allir strax já! Svo hafði ég samband við hljómsveitina VAR og spurði hvort þau væru til í að semja smá hljóðbút fyrir mig – það endaði með fullbúnu og ótrúlega flottu lagi sem fékk nafnið „Steinn Við Stein.“ – Gaui H

Verkið fékk nafnið Í djúpum dal, þar er átt við hvað það getur verið erfitt að komast upp þegar viðkomandi er langt niðri. Verkið lýsir hugarheim stelpu sem þjáist af þunglyndi og geðröskunum. Allt sem þið sjáið í myndbandinu er að gerast í huga hennar.

„Að meðaltali hafa 35 manns svipta sig lífi á hverju ári á Íslandi. Þetta árið finnst mér ég alltaf vera að heyra af því að einhver hafi valið þá leið. Á meðan að við unnum að þessu verki heyrði ég af 3 sem voru alls ekki langt frá mér, systir vinar, sonur kunningja og ungur flottur tónlistarmaður.“

Gaui H segir að þetta verk er tileinkað þeim sem hafa lifað í baráttu við þunglyndi og aðrar geðraskanir og hafa tapað þeirri baráttu. Gaui H vonar innilega að umræðan sem er komin af stað í samfélaginu hjálpi einhverjum og að það leiti sér fleiri hjálpar!

„Þið sem eigið erfitt, gerið það fyrir ykkur sjálf,  fjölskyldu og vini að tala við einhvern um tilfinningar ykkar! Látið vita ef ykkur líður illa! Það er alltaf til lausn, Leiðin getur verið erfið en hún er ALLTAF þess virði!!“

Einar Vilberg stjórnaði upptökum, hljóðblandaði og masteraði lagið í stúdíói sínu Hljóðverk.

Skrifaðu ummæli