„Að leyfa sér að upplifa tilfinningar og hræðast ekki að vera örlítið berskjaldaður“

0

Tónlistarkonan Árný gaf á dögunum út sína fyrstu breiðskífu. Platan ber heitið See Through og innheldur átta frumsamin lög sem fjalla um að leyfa sér að upplifa tilfinningar og hræðast ekki að vera örlítið berskjaldaður fyrir sjálfum sér og öðrum.

Fyrsta lag plötunnar „Nowhere I’d Rather Be“ kom út í nóvember síðastliðinn og var því fylgt eftir með laginu Higher í byrjun þessa árs. Lögin náðu bæði sæti á vinsældarlista Rásar 2 um tíma auk þess sem hið fyrrnefnda fékk útvarpsspilum á bresku útvarpsstöðinni Amazing Radio, sem er vettvangur fyrir sjálfstæða tónlistarmenn til að koma sér á framfæri.

Hljóðheimur plötunnar einkennist af akústískum hljóðfærum blandað saman við rafrænan hljóðheim. Í flutningnum fléttast saman viðkvæmni og styrkur sem má segja að endurspeglist í textunum.

Hægt er að hlusta á plötuna í heild á Spotify sem og öllum helstu streymisveitum.

Skrifaðu ummæli