AÐ ALAST UPP Í KEFLAVÍK HEFUR KENNT MÉR EINN EÐA TVO HLUTI

0

Rappgoðið og frumkvöðullinn Sesar Afrikanus eða Sesar A eins og flestir þekkja hann sendi nýverið frá sér brakandi ferskt lag sem ber heitið „Hugsa Tvisvar.” Sesar A er ekki einsamall í laginu en Sigga Ey ljáir laginu einnig rödd sína!

Ég var algjörlega star struck þegar Sesar A hafði samband við mig því hann er svo mikill frumkvöðull þegar það kemur að íslensku hip hop senunni og ég sagði auðvitað bara já strax! – Sigga Ey.  

Sigga Ey segir að lagið fjalli um hana sjálfa en en hún leyfir sko engum að vaða yfir, hún er Boss! Hún kemur frá Keflavík en að hennar sögn hefur bærinn orðið að einskonar gettói seinustu árin og hún mótaðist í því umhverfi.

Að alast upp í Keflavík, sem er nett gettó hefur kennti mér einn eða tvo hluti m.a að vera trúr þér og þínum – Sigga Ey.

Skrifaðu ummæli