ÁBREIÐUR ÚR JAÐRINUM

0

Íslenska jaðartónlistarfólkið Kría, Mighty Bear, Skaði Þórðardóttir og Seint kynna Mix Noir sem er samstarfsverkefni þar sem hópurinn kom saman og tóku upp ábreiður af velvöldum lögum.

Á hverjum miðvikudegi í febrúar mun hópurinn gefa út nýja ábreiðu. Fyrsta ábreiðan er eftir Mighty Bear og er hún af Radiohead laginu „All I need.“

Dagskráin er svo eftirfarandi:

14.febrúar – Skaði Þórðardóttir – Portishead – Glory box

21.febrúar – Seint – The Weekend – The hills

28.febrúar – Kría – Lady Gaga – Just dance

Þessi hópur hefur verið duglegur síðustu misseri í tónleikahaldi og hafa litað tónleikasenu Reykjavíkur. Til að fagna þessu verður hópurinn með tónleika á Loft 1.mars

Hægt er að nálgast myndböndin á youtube og facebook.

Skrifaðu ummæli