Á hvað er Jón Atli Helgason að hlusta?

0

Tónlistar, plötusnúðurinn og hárgreiðslumaðurinn Jón Atli Helgason eða Sexy Lazer eins og hann er einnig kallaður hefur svo sannarlega komið víða við á viðburðarríkum ferli! Jón Atli hefur plokkað bassann af stakri snilld með mörgum af helstu tónlistaratriðum landans ásamt því að vinna í sinni eigin tónlist. Fídel, Hairdoctor og Sexy Lazer eru öll verkefni sem hafa komið úr smiðju Jóns en um þessar mundir ferðast hann um heiminn með Íslensku hljómsveitinni Fufanu. Einnig er kappinn að vinna að tónlist undir nafninu The Mansisters ásamt kasper bjorke og Human Woman ásamt tónlistarmanninum Gísla Galdri!

Segja má að tónlsitin spili stórt hlutverk í lífi Jóns og er ávallt mikið fjör í kringum þennan hæfileikaríka einstakling. Albumm.is fékk Jón til að taka saman 10 lög sem hann er að hlusta mest á um þessar mundir. Listinn er afar þéttur oh hægt er að hlýða á hann hér að neðan.

Instagram

Skrifaðu ummæli