Á fleygiferð í USA – Icelandiceman orðið þekkt nafn!

0

Davíð Már Hafsteinsson eða Icelandiceman eins og flestir þekkja er einn fremsti hjólabrettakappi heims en hann rennur sér iðulega um götur Las Vegas og Los Angeles! Davíð flutti með móður sinni til Las Vegas árið 2001 en hann sá einhvern á hjólabretti í hverfinu sínu á Íslandi og þá var ekki aftur snúið! Davíð er á samningum hjá mjög stórum fyrirtækjum og óhætt er að segja að hann sé að lifa drauminn eins og sagt er!

Albumm.is náði tali af Davíð og vsraði hann nokkrum spurningum um hjólabrettið og lífið en einnig spurðum við hann nokkurra hraðaspurninga!


Hvenær byrjaðir þú á hjólabretti og hvernig kom það til?

Ég byrjaði að skeita þegar ég flutti til Las Vegas árið 2011. Áður en ég flutti til Ameríku sá ég strák skeita á Íslandi og fannst það mjög áhugavert.

Hvað er það við hjólabretti sem heillar þig?

Frelsið!

Þú ert frá Íslandi en hvenær fluttir þú til Ameríku og vernig kom það til?

Ég bjó á Íslandi frá 1990 til 1996 en þá flutti ég til Þýskalands í eitt ár og svo til Skotlands í smá tíma. Árið 1998 var ég kominn aftur til Íslands en þar bjó ég ásamt móður minni. Mamma mín kynntist manni frá Ameríku en hann var búsettur á Íslandi og spilaði körfubolta með KR. Mamma og körfuboltakappinn giftu sig og við fluttum til Las Vegas!

Þú ert ansi vel þekktur í hjólabrettaheiminum! Fyrir hvaða fyrirtæki skeitar þú?

Ég skeita fyrir Canna HempX, Sovrn Skateboards, Adidas skateboarding, Pharmacy Boardshop og Grizzly Griptape.

Hvað er framundan hjá þér og á að kíkja eitthvað til Íslands fljótlega?

Halda jákvæðninni í hámarki og ég væri sko alveg til í að kíkja til íslands og hitta vini og ættingja!

Við spurðum Davíð nokkurra hraðaspurniga:

Uppáhalds trikk? Fakie impossible.

Uppáhalds matur? Úff maður, ég er matarsjúkur! Allt of mikið gott til að nefna aðeins eitt.

Besta skate mynd allra tíma? Alltof margar góðar! Það er svo mikið í gangi online og ég elska að horfa á þetta allt!

Uppáhalds hljómsveit? Ég elska allskonar tónlist! Tame Impala, Xxxtentecion, migos og Emmsjé Gauti svo fátt sé nefnt.

Uppáhalds skeit staður? LA Hight Brick Banks.

Þrjár reglur til að lifa eftir? Vera heiðarlegur, vera jákvæður og aldrei gefast upp.

Trúir þú á gemverur? Já!

Lokaorð: Vona að ég komist til Ílands mjög bráðlega!

Fylgist með IcelandIceman á Instagram

Skrifaðu ummæli