Á EKKI Í VANDRÆÐUM MEÐ AÐ BORÐA PÖDDUR EN MUNDI SLEPPA KINDAHAUSNUM

0

Tónlistarmaðurinn Dubfire eða Ali Shirazinia eins og hann heitir réttu nafni er væntanlegur til landsins en kappinn kemur fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fer dagana 15. – 18. Júní næstkomandi. Dubfire er einn helsti plötusnúður og pródúser heims en hann slóg rækilega í gegn með plötusnúða tvíeikinu og hljómsveitinni Deep Dish!

Óhætt er að segja að kappinn hafi komið víða við á viðburðarríkum ferli en hann hefur meðal annars unnið til Grammy verðlauna fyrir remix sitt af laginu „Thank You” með tónlistarkonunni Dido.

Albumm.is náði tali af Dubfire og svaraði hann nokkrum skemmtilegum spurningum, en honum lýst ekkert á þjóðarrétt íslendinga, soðinn kinda haus!


Hefur þú komið til Íslands áður?

Já, reyndar alveg nokkrum sinnum en það er orðið ansi langt síðan þannig ég er mjög spenntur að koma aftur! Á mjög góðar minningar um tónleikana mína þar, fólkið, matinn og landslagið.

Hvað veistu um land og þjóð?

Ekki mikið þar sem ég var afar óduglegur við að fara út fyrir Reykjavík því ég stoppaði alltaf svo stutt í hvert skiptið! Í þetta skipti er ég með tvo aukadaga og vinir mínir eru að koma með mér og við ætlum að kynnast landi og þjóð betur.

Hvað mundir þú halda að væri þjóðarréttur Íslendinga?

Ég er mikill áhugamaður um mat þannig ég ætti nú að vita þetta! Ætla að giska á að það er einhverskonar síld eða saltaður fiskur. Ég var einu sinni mjög drukkinn á sjávar veitingahúsi á Íslandi og mig minnir að það hafi verið besti fiskur sem ég hef smakkað en man því miður ekki hvað staðurinn hét!

Hvaða íþróttir heldurðu að séu vinsælastar á Íslandi?

Ekki hugmynd?

Hvað hlakkar þig mest til við Íslandskomuna?

Að tengjast við náttúruna!

Þekkir þú einhverja Íslenska listamenn fyrir utan Björk?

Ég var alltaf mikill aðdáandi Sykurmolanna og svo auðvitað Björk en ég er einnig mikill aðdáandi Sigur Rósar. Ég og President Bongo úr GusGus erum gamlir vinir en hann datt stundum inn þar sem ég var að spila á Íslandi.

Mundir þú borða þjóðarrét íslendinga ef það væri soðinn kindahaus?

Ég á ekki í neinum vandræðum með að borða pöddur og allskonar furðulegt stöff en ég held ég yrði að sleppa kindahausnum, hahaha!

Hvað finnst þér um þá staðreynd að Íslendingar trúa á álfa?

Það er eins og að trúa á skipulagða trúarstarfsemi!

Hvaða verkefni ertu að vinna í um þessar mundir?

Ég er að leggja lokahönd á remix fyrir Tiga og Matthew Dear fyrir nýju plötuna þeirra sem kemur á á vegum Turbo. Svo er að koma út einskonar safnplata sem spannar seinustu tíu ár. Platan mun innihalda óútgefin lög eins og Dust Devil, allskonar remix frá listamönnum eins og Dense & Pika, Maksim Dark og hetjunni minni Adrian Sherwood.

Hægt er að nálgast miða á Secret Solstice a Tix.is

http://secretsolstice.is

www. dubfire.com

Instagram

Skrifaðu ummæli