A & E SOUNDS GEFA ÚT SÍNA FYRSTU BREIÐSKÍFU Á VÍNYL

0

a&esounds_press_1

Hljómsveitin A & E Sounds hefur sent frá sér 8 laga plötu á vínyl og stafrænu formi; platan nefnist A & E Aounds – LP og er fyrsta skífa sveitarinnar.

Þórður Grímsson sér um texta- og lagasmíðar ásamt útsetningum á plötunni og Orri Einarsson leikur á trommur og slagverk.

Fleiri tónlistarmenn koma fram á plötunni m.a. Þóranna Björnsdóttir, Steinar Logi, Maxime Smári, Jessica Meyer og karlakórinn Bartónar.

Upptökustjóri er Kolbeinn Soffíuson og ásamt Þórði sá um hljóðblöndun, masteringu og framleiðslu á plötunni.

Jafnframt er A & E sounds – LP fyrsta útgáfa stúdíósins Konsulat sem Kolbeinn og Þórður standa á bakvið.

 

Tónlist A & E Sounds má lýsa sem lágstemmdri og draumkenndri skynvillutónlist.

A & E Sounds stefna að útgáfutónleikum á Boston Reykjavík föstudaginn 28. ágúst næstkomandi og koma þeir þar fram á nýlegri tónleikaröð

sem nefnist microgroove sessions sem er samstarfsverkefni Boston Reykjavík, Konsulat og Ölgerðarinnar.

Verða það 6. tónleikarnir í microgroove seríunni, en áður hafa komið þar fram: Will CarruthersFufanuElectric Space Orchestrarussian.girls og Saytan.

a & e sounds – lp cover (1)

Hljómsveitina A & E Sounds skipa:

Þórður Grímsson – gítar, söngur

Kolbeinn Soffíuson – gítar

Orri Einarsson – trommur

Guðlaugur Einarsson – gítar, hljómborð

Kári Guðmundsson – bassi

 

A & E Sounds gáfu einnig nýverið út tónlistarmyndband með fyrsta single af nýju plötunni.

Lagið heitir Sunday Driver og Ástralski listamaðurinn Jonathan McCabe sá um gerð myndbandsins.

Myndbandið er unnið út frá stærðfræði formúlum Alan Turings – Meira um Jonathan McCabe og hans ferli er t.d. hér á wired.

A & E Sounds – LP er til sölu í öllum helstu plötuverslunum landsins.

https://www.facebook.com/aandesounds

https://www.facebook.com/microgroovervk

http://aandesounds.bandcamp.com/

 

 

Comments are closed.