80´S FÍLINGUR Í NÚTÍMALEGUM BÚNING

0

Systkinin Sjana Rut og NumerusX senda í dag frá sér glænýtt lag og myndband sem nefnist „Show me your truth” en það er fyrsta lagið af komandi plötu þeirra. Show me your truth er einnig titill plötunar en um er að ræða EP plötu sem inniheldur sex lög, þrjú á íslensku og þrjú á ensku.

„Við fengum mikinn innblástur af 80’s tónlist og er platan í 80’s fíling en í nútímalegum búning og auðvitað í okkar stíl! Við sömdum sitthvora íslenska og enska lagið og svo hvortveggja í sameiningu.” – NumerusX

Systkinin fengu einnig mjög góðar viðtökur við laginu „Your words don’t mean a thing” en tónlistarmyndbandið fékk yfir 18 þúsund áhorf á fyrstu dögunum en er núna komið upp í 44 þúsund áhorf á YouTube.

Sjana Rut og NumerusX hafa vakið verðskuldaða athygli að undanförnu en lögin þeirra hafa ómað á útvarpsstöðvunum  iHeart Radio, Tunein Radio og Stitcher Radio í Bandaríkjunum. Sjana fékk Tónlistarmyndbandið við lagið „Show me your truth” kom með afar stuttum fyrirvara en Sjana fékk hugmyndina að því á seinustu stundu!

„Ég hringdi í nokkra vini, við skelltum okkur niður í bæ og ég fékk frænda minn til að elta okkur um miðbæinn og taka okkur upp. Það voru ekkert nema fíflalæti og gauragangur í okkur sem náðist svo á myndband.” – Sjana Rut

Hér er á ferðinni hresst og skemmtilegt lag sem á án efa eftir að hressa upp á skammdegið! Sjana sá sjálf um að klippa og vinna myndbandið og er útkoman virkilega flott.

Einnig er hægt að hlýða á lagið á Spotify

Skrifaðu ummæli