59 ÁRA OG ELSKAR THE PRODIGY

0

Tónlistarátíðin Secret Solstice hefst á morgun fimmtudag 15. Júní og er allt að verða klárt fyrir eina glæsilegustu hátíð landsins! Dagskráin í ár er sko alls ekkert slor en sveitir eins og Foo Fighters, Anderson Paak og The Prodigy koma fram á hátíðinni.

Aðalheiður er 59 ára og og ætlar sko ekki að láta sig vanta á hátíðina en hún er mikill The Prodigy aðdáandi! Lög eins og Voodoo People og Smack My Bitch Up eru í miklu uppáhaldi en Aðalheiður heyrði fyrst í sveitinni árið 1994 þegar hún var að keyra dóttur sína á tónleika sveitarinnar í Kaplakrika.

Tónlistarkonan Þórunn Antonía tók Aðalheiði tali og sagði hún okkur frá sinni upplifun af hljómsveitinni The Prodigy!

Hægt er að nálgast miða á Secret Solstice á Tix.is

http://secretsolstice.is

Skrifaðu ummæli