40 atriði bætast við dagskrá Iceland Airwaves

0

Iceland Airwaves kynnir með stolti næstu atriði fyrir Iceland Airwaves 2018, sem fer fram 7. – 10. nóvember í miðbæ Reykjavíkur. Einn miði færir þér 4 sólarhringa af alþjóðlegri og íslenskri tónlist, allt innan göngufæris við miðbæ Reykjavíkur.

Hátríðin kynnir til leiks rúmlega 40 atriði frá yfir 11 löndum, sem bætast við þau atriði sem hafa nú þegar verið tilkynnt. Iceland Airwaves á 20 ára afmæli í ár og heldur áfram að fagna því allra besta með tónlistarmönnum og framsæknum listamönnum frá öllum heimshornum.

Í tvo áratugi hefur Iceland Airwaves beint kastljósinu að upprennandi listamönnum og meðal þeirra sem hafa komið fram á háíðinni snemma á ferlinum eru; Mac DeMarco, James Blake, Sufjan Stevens, Young Fathers, Sigrid, Dan Deacon, Florence and The Machine, Hot Chip, Caribou, Dirty Projectors, Zola Jesus, Micachu og fleiri, ásamt úrvali af íslensku tónlistarfólki líkt og GusGus, múm, Singapore Sling, FM Belfast, Of Monsters and Men, Ásgeir, sóley, Sin Fang, Kaleo, Mugison og Retro Stefson.

Í gegnum árin hefur fjöldinn allur allur af ráðsettum atriðum einnig komið fram og má þar nefna Björk, The Flaming Lips, The Knife, Kraftwerk, Sigur Rós, John Grant, Mumford & Sons, og Fleet Foxes, en þau kusu að slást í hópinn með þúsundum gesta frá yfir 50 löndum til að taka þátt í fjögurra daga tónlistarveislu sem á sér engan líka.

Early Bird miðar eru í sölu núna í takmarkaðan tíma.

Sjáumst í nóvember!

 

ALÞJÓÐLEG ATRIÐI KYNNT NÚNA: 
ALMA (FI)
AV AV AV (DK)
BEDOUINE (US)
BLOOD ORANGE (US)
CASHMERE CAT (NO)
DESCARTES A KANT (MX)
FEVER RAY (SE)
GAFFA TAPE SANDY (UK)
HAK BAKER (UK)
HUSKY LOOPS (UK)
JARAMI (SE)
JMSN (US)
POLO & PAN (FR)
REJJIE SNOW (IE)
SMERZ (NO)
SNAIL MAIL (US)
SORRY (UK)
STEREO HONEY (UK)
THE VOIDZ (US)
TRUPA TRUPA (PL)
WWWATER (BE)

ÍSLENSK ATRIÐI KYNNT NÚNA: 
AXEL FLÓVENT
AMABADAMA
CEASETONE
FLONI
VÖK
GKR
HATARI
HILDUR
HIMBRIMI
HÓRMÓNAR
JÓIPÉ x KRÓLI
LOGI PEDRO
MAMMÚT
MÁNI ORRASON
PINK STREET BOYS
SYCAMORE TREE
TEITUR MAGNÚSSON
UNNSTEINN
YLJA
YOUNG KARIN

Skrifaðu ummæli