25 ÁRA SJÁLFSTÆÐISVIÐURKENNINGU EYSTRASALTSLANDANNA FAGNAÐ Á KEX

0

25-argo-vals-litil

Nú eru liðin 25 ár frá því að Íslendingar viðurkenndu sjálfstæði landanna við Eystrasalt, þ.e. Eistland, Lettland og Litháen. Löndin þrjú hafa alla tíð síðan hugsað hlýtt til norðurs en annaðkvöld sunnudagskvöld verður þessum tímamótum fagnað með tónleikum með tveim tónlistarmönnum, einum frá Eistlandi og einum frá Íslandi. Tónlistarmennirnir eru Argo Vals frá Eistlandi og Pétur Ben frá Íslandi.

Argo Vals er tónskáld og gítarleikari sem kemur ýmist fram með fullskipaðri hljómsveit eða einn síns liðs með gítar í hönd og umkringdur gítarfetlum, trommuheila og allskyns græjum. Tónlist Argo má lýsa sem blöndu af jazz, síðrokki, Steve Reich og IDM (Intelligent Dance Music). Hann hefur gefið út tvær breiðskífur, Tsihcier árið 2012 og Nokturn árið 2015. Hann hefur hlotið nokkrar tilnefningar til eistnesku tónlistarverðlaunanna, þ.á.m. sem besti karlkyns flytjandinn og fyrir plötu ársins.

Umfjöllun:
The Moscow Times: http://www.themoscowtimes.com/arts_n_ideas/article/estonian-composer-begins-russian-tour/505082.html
Far From Moscow: http://www.farfrommoscow.com/articles/argo-vals-oxymoron-tartu-estonia-ffm5.html

16-petur-ben

Pétur Þór Benediktsson eða Pétur Ben hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi undanfarna tvo áratugi eða svo. Pétur hefur spilað í hljómsveitum frá unglingsárum og lét fyrst fyrir sér fara sem einyrki rétt fyrir miðjan síðasta áratug. Pétur hefur sent frá sér tvær sólóskífur, Wine For My Weakness og God‘s Lonely Man sem eru báðar framúrskarandi verk. Hann vinnur nú að tónlist í sjónvarpsþætti og sömuleiðis nýrri breiðskífu sem munu líta dagsins ljós áður en um langt líður. Pétur hefur hlotið verðlaun tónlist sem hann hefur samið fyrir leikhús og kvikmyndir. Á ferli sínum hefur hann starfað með tónlistarfólki á boð við Nick Cave, Eberg, Ellen Kristjáns, Mugison, Kippi Kanínus, Bubba Morthens, Oyama, Kórus o.fl.. https://www.youtube.com/watch?v=EX_tCzi8itk

Comments are closed.