21 hljómplötur tilnefndar til Kraumsverðlaunanna í ár

0

Cyber voru meðal þeirra sex listamanna og hljómsveita sem hlutu Kraumsverðlaunin 2017.

Í dag mánudag 3. desember er tilkynnt um tilnefningar til Kraumsverðlaunanna í ár með birtingu Kraumslistans 2018. Þetta er í ellefta sinn sem Kraumur tónlistarsjóður Auroru velgerðarsjóðs birtir Kraumslistann yfir bestu íslensku hljómplöturnar sem komu út á árinu – og þykja að mati dómnefndar hafa skarað fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika.

Greinilegt er að mikil gróska er í íslensku tónlistarlífi hvað útgáfurstarfsemi varðar, enda fór dómnefndin í gegnum 343 íslenskar plötur og útgáfur sem komu út á árinu í vinnu sinni. Hún mun nú velja 6 breiðskífur af Kraumslistanum sem hljóta munu Kraumsverðlaunin 2018.

Kraumsverðlaunin, árleg plötuverðlaun tónlistarsjóðsins Kraums sem starfræktur er á vegum Auroru velgerðasjóðs, verða afhent venju samkvæmt síðar í desember fyrir þær sex plötur sem þykja hafa skarað framúr í íslenskri tónlist á árinu. Alls hafa 51 hljómsveitir og listamenn hlotið Kraumsverðlaunin frá því þau voru fyrst veitt árið 2008 – á meðan tæplega tvö hundruð listamenn og hljómsveitir hafa verið tilnefnd til verðlaunanna með því að komast á Kraumslistann.

Cyber, Glerakur, Hafdís Bjarnadóttir, JDFR, siGRÚN og Sólveig Matthildur hlutu Kraumsverðlaunin 2017.

Kraumslistinn 2018 iðar af fjölbreytni. Hip hop og rapptónlist er vissulega áberandi (Birnir, Cyber, Elli Grill og Johnny Blaze & Hakki Brakes) en litrófið spannar hinar ýmsu tónlistarstefnur og strauma, má þar nefna popp, danstónlist og klassík. Enda Kraumsverðlaunin ekki bundinn ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar.

Á listanum má sjá nöfn sem hafa verið áberandi í íslensku tónlistarlífi síðustu ár ásamt nýliðum á borð við Andi, Bríet og GDRN.

Hér má sjá Kraumslistann 2018 – Úrvalslisti Kraumsverðlaunanna:

Andi – Allt í einu

asdfhg. – Örvæntið ekki

Auður – Afsakanir

aYia – aYia

Bagdad Brothers – JÆJA.

Birnir – Matador

Bríet – 22.03.99

Cyber – BIZNESS

Elli Grill – Pottþétt 2018

GDRN – Hvað ef

GYDA – Evolution

Hekla – Á

Íbbagoggur – Le quatuor diabolique inexistant: trois pièces sinistres d’Íbbagoggur

Johnny Blaze & Hakki Brakes – Vroom Vroom Vroom

Jónbjörn – Isms

Kælan Mikla – Nótt eftir Nótt

Nordic Affect – He(a)r

Ragga Holm – Bipolar

ROHT – Iðnsamfélagið og framtíð þess

Sideproject – isis emoji

Sigrún – Onælan  

DÓMNEFND

Kraumslistinn og Kraumsverðlaunin eru valin af tólf manna dómnefnd sem skipuð er fólki sem hefur margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi. Dómnefndina í ár skipa; Árni Matthíasson (formaður), Andrea Jónsdóttir, Anna Ásthildur Thorsteinsson, Alexandra Kjeld, Arnar Eggert Thoroddsen, Benedikt Reynisson, Birna María Másdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Jóhann Ágúst Jóhannsson, Sandra Barilli, Trausti Júlíusson og Óli Dóri.

KRAUMUR OG AURORA VELGERÐARSJÓÐUR

Aðstandandi Kraumslistans og Kraumsverðlaunanna er tónlistarsjóðurinn Kraumur sem starfræktur er á vegum Auroru velgerðasjóðs. Kraumur hefur það að meginhlutverki að efla íslenskt tónlistarlíf, fyrst og fremst með stuðningi við unga listamenn, auðvelda þeim að vinna að listsköpun sinni og koma verkum sínum á framfæri innanlands sem utan.

VERÐLAUNAHAFAR FYRRI ÁRA

Meðal Kraumsverðlaunhafa fyrri ára má nefna: ADHD, Agent Fresco, Alvia Islandia, Amiina, Anna Þorvaldsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Ásgeir, Cell7, Daníel Bjarnason, FM Belfast, GKR, Grísalappalísa, Gunnar Andreas Kristinsson, Gyða Valtýsdóttir, Hafdís Bjarnadóttitr, Helgi Hrafn Jónsson, Hildur Guðnadóttir, Hjaltalín, Hugi Guðmundsson, Ísafold kammersveit, JDFR, Kælan mikla, Lay Low, Mammút, Moses Hightower, Misþyrming, Ojba Rasta, Ólöf Arnalds, Retro Stefson, Samaris, Sin Fang, Sóley og fjölmargir fleiri.

Skrifaðu ummæli