21 ÁRS GAMALT LAG TIL HEIÐURS BATMAN LEIKARANUM ADAM WEST

0

Brimbrettahljómsveitin Brim er skipuð eintómum snillingum en hún var upp á sitt besta á tíunda áratugnum! Leikarinn Adam West lést fyrir skömmu en hann er þekktastur fyrir að leika Batman í samnefndum sjónvarpsþáttum. Þættirnir voru gríðarlega vinsælir á sjöunda áratugnum en Adam West var einnig þekktur fyrir ansi skrautlegt líferni!

Bibbi Barti, Danni Bít, Kapteinn Skeggi, Óli Raki og Hrafninn skipa hljómsveitina Brim en fyrir 21 ári síðan sendu kapparnir frá sér lagið „The Batcave.“ Drengirnir gerðu sér lítið fyrir og skelltu í eitt bráðskemmtilegt myndband til heiðurs Adam West!

Skrifaðu ummæli