199X ER NÝTT ÍSLENSKT RAFTÓNLISTAR ÚTGÁFUFYRIRTÆKI

0

199X er nýtt Íslensk útgáfufyrirtæki sem stefnir á að gefa út raftónlist eftir bæði íslenska og erlenda listamenn. Hver plata verður gefin út í takmörkuðu magni, 500 eintök af hágæða 180g vínyl pressuðum í Bretlandi, einnig er hægt að kaupa rafrænt niðurhal. Hver plötu kápa skartar handteiknuðum myndum eftir M. Kristensen.

Jóhannes LaFontaine er plötusnúður, pródusent og eigandi 199X Recordings. Hann byrjaði að semja raftónlist 11 ára gamall og leit mikið upp til eldri frænda síns Guðlaugs Halldórs annan helming hljómsveitarinnar Fufanu þegar það kom að tónlist. Í byrjun 2012 var LaFontaine “uppgötvaður“ af tónlistarmanninum Arnviði Snorrasyni betur þekktum sem Exos. Frá þeim tíma og til dagsins í dag hefur LaFontaine spilað á öllum stærstu tónlistarhátíðum Íslands, flestum skemmtistöðum Reykjavíkur, klúbbum í Berlin og Kaupmannahöfn þar sem hann er búsettur núna, gefið út tónlist hjá útgáfum útum alla evrópu undir 5 listamannanöfnum og má fólk búast til mun meira frá honum í framtíðinni.

Fyrsta útgáfa 199X er eftir tónlistarmann frá Zürich, Switzerland sem fer undir nafninu Mateo Hurtado. Hurtado hefur undanfarin tvö ár verið duglegur við að hlaða inn tónlist eftir sig á veraldarvefinn og er búin að vera spila mikið um alla Evrópu. Öll tónlist hans er tekin upp live á svokölluðum hardware og modular græjum þar sem lítil sem engin eftirvinnsla er gerð við lögin sem að mati margra fær tónlistina til að hljóma meira lifandi og áhugaverðari. Þessi plata inniheldur fjögur lög eftir Hurtado og eru þau öll drifinn af þungum bassa, taktföstum trommum, drungalegum og ærandi endurteknum hljóðum sem búa til fullkomið tilraunakennt sveim teknó.

Kristensen er myndlistarkona sem útskrifaðist úr fjölbraut í Breiðholti á myndlistarbraut og lærir nú myndlist í VERA lista og hönnunar skóla í Kaupmannahöfn. Hún hefur alla tíð verið mikið fyrir myndlist og stefnir á það sem atvinnu í framtíðinni. Fyrir þessa fyrstu plötu 199X hlustaði M. Kristensen á lögin á plötunni á meðan hún teiknaði myndina fyrir plötu kápuna undir áhrifum tónlistarinnar og fyrsta útkoma var notuð eins og var gert við lögin sjálf.

Hægt er að styrka verkefnið á Karolina Fund.

Skrifaðu ummæli