17 ÁRA UPPRENNANDI LISTAMAÐUR ÚR MOSFELLSBÆ

0

Anton Kroyer Antonsson, eða DJ Kroyer eins og hann kallar sig er 17 ára upprennandi listamaður úr Mosfellsbæ, en hann var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem nefnist, „Find You.“

„Ég kem úr stórri tónlistar fjölskyldu og hef spilað á alls kyns hljóðfæri síðan ég var lítið barn. Þess vegna hefur alltaf verið fremur einfalt fyrir mig að æfa og semja. Ég er með mitt eigið stúdíó heima þar sem ég get alveg gleymt mér klukkutímum saman.“ – DJ Kroyer

Anton var valinn plötusnúður ársins grunnskólanna árið 2016. Hér er hann til hægri á myndinni.

Það sem fékk Anton til að koma sér af stað af einhverri alvöru var að hann var valinn plötusnúður grunnskólanna árið 2016. Í kjölfarið var Antoni boðið að DJ-a fyrir framan rúmlega fjögurþúsund manns, sem hann segir að var einstök upplifun.

„Tónlistin sem ég sem er yfirleitt í svona Edm/House fílingi. Þegar ég sem byrja ég yfirleitt alltaf með einhverja melódíu í hausnum og færi hana svo yfir á gítar eða piano stæl riff og vinn svo út tónlistina þaðan. Þegar ég samdi lagið „Find You“ var ég ekki á besta stað en var í raun bara að koma tilfinningum mínum út í gegnum tónlistina.“ – DJ Kroyer

Myndbandið fjallar um ungan mann sem missir besta vin sinn og leitar tilbaka á staðinn þar sem þeir eyddu mestum tímum saman.

Skrifaðu ummæli