17 ÁRA ÍSLENDINGUR STEFNIR HÁTT Í TÓNLISTINNI

0

Chase Anton Hjaltested eða Chase eins og hann er kallaður er 17 ára upprennandi tónlistarmaður úr Reykjavík, en hann var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið „Blame Me.“

Lagið „Blame Me“ er þriðja lagið á væntanlegri plötu sem kemur út eftir sirka tvær vikur en hann hefur verið að vinna í plötunni síðan í október 2016.

„Ég ákvað að gefa út „Blame Me“ núna eftir að áhugi fólks frá öðrum löndum byrjaði að vaxa mikið á síðustu dögum á spotify.“ – Chase

Chase sækir innblástur sinn frá mörgum nútíma og gömlum (classic) tónlistarmönnum. The Weeknd er í miklu uppáhaldi, en hann segir að enginn hefur haft jafn mikil áhrif á hann eins og Michael Jackson.

Þetta er fyrsta tónlistarmyndbandið sem Chase sendir frá sér og má búast við fleiri myndböndum ásamt plötunni á næstunni. Arnar Njáll Hlíðberg og Halldór Kristinsson leikstýrðu myndbandinu.

Hægt er að fylgjast nánar með Chase hér:

Instagram.com

Youtube.com

Snapchat : Chase1907

Skrifaðu ummæli