17 ÁRA AKUREYRINGUR GERIR ÞAÐ GOTT!

0

Akureyski tónlistarmaðurinn Stefán Elí, sem hefur notið töluverðra vinsælda síðustu mánuði var að senda frá sér nýtt lag og myndband sem ber heitið „Ljúgðu.“ Lagið er frábrugðið flestu því sem hann hefur áður gert að því leiti að textinn er á íslensku.

Stefán, sem er 17 ára menntaskólanemi sendi frá sér sitt fyrsta lag „Spaced Out” í desember á síðastliðnu ári. Í kjölfarið fylgdu lögin „Too Late” og „Wake Up” en Wake Up er jafnframt nafnið á 9 laga plötu sem kom út nú í sumar. Plötuna má finna á helstu tónlistarveitum, svo sem Spotify, Apple Music, Google Play, og Tidal.

Stefán Elí fékk þá félaga Sölva Karlsson og Bernódus Óla Einarsson til liðs við sig til að gera myndband við nýja lagið, og var myndbandið tekið upp á Hjalteyri norðan Akureyrar.

Skrifaðu ummæli