16 ÁRA SÖNGKONA SENDIR FRÁ SÉR SITT FYRSTA LAG

0

Tónlistarkonan Edda var að senda frá sér sitt fyrsta lag en það ber heitið „Summer Love.” Edda er sxtán ára og er búsett á Selfossi en kemur frá Vopnafirði. Edda samdi textann sjálf en að sögn Eddu kemur viðfangsefnið frá vinkonu hennar þar sem hún var nýbúin að hitta einhvern strák.

„Ég hef mikinn áhuga á tónlist en ég hef ekki mikið verið að koma fram og það kemur mörgum á óvart að ég geti sungið.“ – Edda.

Edda skellti laginu á Instagram og vinur hennar Dagur Snær sem er pródúsant spurði hana hvort hún ætlaði ekki að drífa sig í Stúdíóið og taka lagið upp! Edda tók hann á orðinu og út er komið þetta frábæra lag!

Dagur Snær sá um hljóðvinnslu og útsetti lagið.

Skrifaðu ummæli