15 TÓNLEIKAR Á KEXPORT 2017

0

Tónleikahátíðin KEXPort verður haldin í sjötta skiptið í portinu fyrir aftan KEX Hostel föstudaginn 14. júlí og laugardaginn 15. júlí næstkomandi.   KEXPort hefur vanalega staðið yfir í einn dag (frá hádegi til miðnættis) og í ár verður hún haldin í tvo daga og er dagskráin vegleg í ár.

KEXPort er haldin í samvinnu við og til heiðurs útvarpsstöðvarinnar KEXP í Seattle.  Jim Beckmann sem er yfir myndbandsgerðadeild KEXP kemur til landsins til þess að vera viðstaddur hátíðina.   Jim hefur komið árlega til Íslands frá árinu 2009 til þess að fylgjast með ferskustu straumunum í íslensku tónlistarlífi og til að taka upp myndbönd með íslenskri tónlist sem skipta nú hundruðum.  KEXP munu senda út frá Iceland Airwaves í ár.

Útvarpsstöðin hefur unnið óeigingjarnt starf til kynningar á íslenskri tónlist og menningu í Bandaríkjunum og víðar í heiminum.

Hátíðin er haldin í portinu fyrir aftan Kex Hostel og eru þeir fríkeypis og opnir almenningi á meðan rými leyfir.  Mikill stemmning er fyrir KEXPort líkt í ár og er óhætt að segja að segja að fjölbreytni tónlistaratriða sé með besta móti.

Myndbandstöku af tónleikunum í ár verður streymt beint í gegnum Facebook síðu KEX Hostel og verður streyminu sömuleiðis dreift í gegnum KEXP.

Dagskrá tónlistaratriða er efirfarandi:

Föstudagur 14. júlí

19:00 Une Misére

20:00 Dynfari

21:00 Kuldaboli

22:00 Hórmónar

23:00 HATARI

Plötusnúður: DJ Styrmir Hansson

Laugardagur 15. júlí

14:00 Sóley

15:00 Between Mountains

16:00 SiGRÚN

17:00 Daði Freyr

18:00 JFDR

19:00 aYia

20:00 Elli Grill

21:00 Vök

22:00 HRNNR & SMJÖRVI

23:00 Fufanu

Plötusnúðar: Kanilsnældur

Meðal þeirra sem hafa komið fram á KEXPort eru Grísalappalísa, DJ Flugfél og geimskip, Hjálmar, Pétur Ben, Misþyrming, Singapore Sling, Alvia, Emmsjé Gauti, Agent Fresco, Gísli Pálmi, Hórmónar, Samúel Jón Samúelsson Big Band, Kiriyama Family, Ghostigital, Low Roar, Sóley, Tilbury, Snorri Helgason, Úlfur Úlfur, Mr. Silla, Sykur, Dimma, Reykjavíkurdætur, Sometime, Kött Grá Pje, MUCK, Kippi Kanínus og Moses Hightower.

Skrifaðu ummæli