14 lög og 12 söngvarar: Kalli Olgeirs sendir frá sér nýja plötu

0

Karl Olgeirsson hefur gefið út Mitt bláa hjarta, plötu með 14 nýjum jazzsöngvum. 12 söngvarar koma við sögu á plötunni, þar á meðal Ragnheiður Gröndal, KK, Kristjana Stefánsdóttir, Helgi Hrafn Jónsson og Bogomil Font.

Platan sem fæst á geisladiski og vínyl auk þess að vera á stafrænum veitum inniheldur lög um ástir, söknuð, veðrið, ærslafull börn og dularfull atvik við Klambratún svo eitthvað sé nefnt. Einnig eru lögin fáanleg í glæsilegri nótnabók þar sem lögin eru bæði fyrir háa og lága rödd.

Til að fagna útgáfunni verður blásið til útgáfutónleika í Hörpu þann 2.nóvember. Fram koma 11 söngvarar, og 3 blásarar við undirleik 4 manna hrynsveitar.

Auk Karls Olgeirssonar koma fram Ragnheiður Gröndal, KK, Jóel Pálsson, Kristjana Stefánsdóttir, Bogomil Font, Sigga Eyrún, Haukur Gröndal, Unnur Sara Eldjárn, Ásgeir Ásgeirsson, María Magnúsdóttir, Þorgrímur Jónsson, Gulla Ólafsdóttir, Magnús Trygvason Eliassen, Elín Harpa, Rakel Sigurðardóttir og Snorri Sigurðarson.

Hægt er að nálgast mið á tónleikana á Tix.is

Youtube

Skrifaðu ummæli