14 ÁRA OG SENDIR FRÁ SÉR SITT FYRSTA LAG

0

Brynjar Logi Kristinsson er 14 ára nemi við Smáraskóla. Með skólanum hefur hann verið að gera tónlist, en hann var einmitt að senda frá sér sitt fyrsta lag sem nefnist „Halló Halló Halló.” Lagið var tekið upp í skúrnum heima hjá Brynjari og notaði hann mýkrafón sem hann fékk í afmælisgjöf frá bróður sínum.

Brynjar hefur verið að syngja síðan hann man eftir sér en fékk svo innblástur frá bróður sínum að byrja að skrifa texta fyrir tveimur árum, en bróðir hans Arnar Már pródúseraði fyrir rapparann $igmund.

„Ég byrjaði að skrifa texta en tók því ekki alvarlega fyrr en fyrir sirka ári síðan þegar ég tók þátt í rímnaflæði. Svo hef ég líka unnið nokkrar söngvakeppnir, en þar er ég að syngja.” – Brynjar Logi

Brynjar Logi stefnir langt og hefur nóg að gera í tónlistinni á næstunni, en hann mun taka þátt í rímnaflæði og svo er kappinn að vinna í EP plötu sem kemur út seinna á árinu.

Skrifaðu ummæli