13 OG 15 ÁRA ROKKARAR GERA ÞAÐ GOTT Í NOREGI

0

Norsk-Íslenska stoner-metal hljómsveitin Golden Core sem gerir út frá Osló í Noregi gefur út tveggja laga smáskífu sem nefnist Baldrskviða. Platan kemur út á 7″ vínyl og geisladisk um mánaðarmótin febrúar/mars, en fer á streaming á Spotify 15. febrúar.

Það er Jóhannes Þór Sandal 15 ára sem syngur og spilar á trommur og Simen Jakobsen Harstad 13 ára sem spilar á gítar og hljómborð. Strákarnir eru að gera það gott í Noregi en þeir byrjuðu að spila þungarokk saman þegar þeir voru aðeins 9 og 11 ára gamlir.

Hér má sjá framhlið og bakhlið plötuumslagsins.

Platan er tekin upp í Loco Studios í Osló af Jørgen Øiseth Berg, og það er Diger Distro sem dreifir plötunni. Umslagsmyndin er eftir færeyska myndlistarmanninn Anker Eli Petersen.

Textar plötunnar eru á norrænu, en textinn við „Blóð“ er úr lausavísum Egils Skallagrímssonar og textinn við „Baldrskviða“ úr Heiðreksgátum og Völuspá.

Golden Core spilaði yfir 30 tónleika á síðasta ári, í Noregi, á Íslandi og núna síðast í Danmörku. Þeir munu svo spila víða um Noreg á næstu vikum, m.a. í Björgvin (Bergen), Stafangur (Stavanger), Osló og Porsgrunn.

Hér má sjá kappana spila live í Árhúsum í Danmörku fyrir ekki svo löngu:

Skrifaðu ummæli