MÚLINN JAZZKLÚBBUR OG TRÍÓ TÓMASAR R. EINARSSONAR MEÐ TÓNLEIKA Í HÖRPU 1. DESEMBER

0
Tómas R
Á næstu tónleikum Jazzklúbbsins Múlans þann 1. desember kemur fram tríó bassaleikarans góðkunna Tómasar R. Einarssonar. Ásamt honum í tríóinu eru gítarleikarinn Ómar Guðjónsson og söngkonan Sigríður Thorlacius. Ómar og Tómas gáfu út á þessu ári dúódiskinn, Bræðralag þar sem þeir spila eigin tónlist. Sigríður var aðalsöngvari á geisladisknum Mannabörn sem Tómas gaf út á síðasta ári. Efnisskráin hjá tríóinu verður því fjölbreytt og úr mörgum áttum.
sigridur

Sigríður Thorlacius

Spennandi vetrardagskrá Jazzklúbbsins Múlans heldur síðan áfram með tónleikum sem fara fram flest miðvikudagskvöld til 16. desember á Björtulöftum, Hörpu. Múlinn er á sínu 19. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu. 
Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og fara fram á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu og er miðaverð kr. 2000, 1000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is og tix.is

Comments are closed.