12 jazz gagnrýnendur frá 12 löndum völdu Ancestry

0

Frá Jazzhátíð Reykjavíkur. Ljósmynd/Hans Vera

Í hverjum mánuði velja 12 jazz gagnrýnendur frá 12 löndum jazz disk mánaðarins og er það birt í svokölluðum Europe Jazz media Chart á vegum Europe Jazz Network. Á meðal hinna 12 heppnu í desember mánuði er diskurinn Ancestry með tríói píanistans Sunnu Gunnlaugs ásamt finnska trompetleikaranum Verneri Pohjola en aðrir meðlimir tríósins eru þeir Þorgrímur Jónsson kontrabassaleikari og Scott McLemore trommari.

Hægt að panta diskinn á Bandcamp.

Diskurinn var hljóðritaður í Sibeliusar Academíunni í Finnlandi fyrir rúmu ári og gefinn út á Jazzhátíð Reykjavíkur s.l. Hann hefur að geyma tónsmíðar hljómsveitarmeðlima auk útfærslu tríósins á George Michael laginu „Wake Me Up Before You Go Go.” Ólíkt mörgum sem keppast við að koma tónlistinni sinni að á Spotify tók Sunna þá ákvörðun að setja diskinn ekki þangað en hins vegar er hægt að panta hann af Bandcamp síðunni hennar. Jazzgagnrýnandi bandcamp valdi Ancestry meðal diska mánaðarins er hann kom út og nú verður spennandi að fylgjast með hvort fleiri glimrandi dómar muni birtast á næstunni.

Skrifaðu ummæli